Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Breki finnur sig vel í nýju hlutverki: Ekkert hik að fara til Eyja
Sóknarmaður sem fæddur er 2005.
Sóknarmaður sem fæddur er 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum halda bara áfram sem lið, erum taplausir í smá tíma núna og markmiðið er bara að klára þetta vel," segir Þorlákur Breki Baxter, leikmaður ÍBV, við Fótbolta.net.

Framundan hjá ÍBV er heimaleikur gegn ÍA á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Hásteinsvelli. ÍBV dugir stig til þess að halda sæti sínu í deildinni, en liðið hefur komið mjög mörgum á óvart í sumar með góðri spilamennsku og stigasöfnun. Margir spáðu liðinu falli og hreinlega botnsæti deildarinnar.

Hvernig líður þér með stöðuna á ÍBV og þitt tímabil til þessa?

„Okkur finnst ennþá smá sárt að hafa ekki náð efri hlutanum."

„Varðandi mitt tímabil þá er það tvískipt, ég spilaði illa á kantinum í nokkrum leikjum en hef fundið mig í nýju hlutverki og finnst ég sinna því vel."

,.Ég og Láki settumst niður og ræddum og fórum yfir nýtt hlutverk, ég er núna miðsvæðis og meira í boltanum þar og líður vel í því hlutverki"

„Varðandi liðið, þá jújú, hún hefur svo sem komið mér létt á óvart, en eftir að fyrstu leikirnir rúlluðu af stað þá hefur hún ekki komið mér á óvart. Mér finnst við oft fá lítið hrós, það sé frekar að hitt liðið hafi spilað illa frekar en að það hafi verið við sem spiluðum vel."


Varstu strax seldur á ÍBV, ekkert hik þó að liðinu hafi verið spáð falli?
Breki er á lán hjá ÍBV frá Stjörnunni út þetta tímabil, kom til Eyja í vor.

„Ég var strax seldur á ÍBV og ekkert hik, fannst þetta spennandi, og sé ekki eftir því. Mér líður mjög vel í Eyjum, og að heyra að þetta yrði bara ellefu liða deild og svoleiðis umtal setti okkur líklega bara meira á tærnar."

Hvernig leggst leikurinn gegn ÍA í þig og hvað þurfið þið að gera til að vinna?

„Leikurinn á móti ÍA leggst vel í okkur, höfum unnið báða leikina á móti þeim til þessa. Þeir eru sjóðheitir núna og ætli við þurfum ekki bara að spila góðan leik," segir Breki sem er ekkert að flækja hlutina.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna í lokin?

„Bara einfalt, endum á þeim stóra," segir Breki og á þá við „Forsetabikarinn" sem liðið í 7. sætinu, efsta sæti neðri hlutarins, fær.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner