Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota: Besta lið sem ég hef spilað með
Jota fékk að taka boltann með sér heim.
Jota fékk að taka boltann með sér heim.
Mynd: Getty Images
„Ég er að spila í besta liðinu sem ég hef spilað með," sagði Diogo Jota eftir að hafa skorað þrennu fyrir Liverpool í 5-0 sigri gegn Atalanta í Meistaradeildinni.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Jota og Liverpool fóru á kostum

„Ég veit ekki alveg hvort þetta sé mín besta stund á ferlinum en ég vil auðvitað skora mörk. Ég er mjög ánægður; góður útisigur í Meistaradeildinni, góð stund og gott kvöld."

Jota ræddi við BT Sport og var hann spurður að því hvaða mark væri í uppáhaldi af mörkunum þremur. „Fyrsta markið, því það opnar leikinn. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið."

Jota naut sín vel með Mohamed Salah og Sadio Mane í fremstu víglínu. „Þeir eru tveir leikmenn í heimsklassa og gæði þeirra gera starf mitt auðveldara. Þeir eru framúrskarandi og áttum við frábæran leik saman."

Næsti leikur Liverpool er gegn Man City. „Við tökum þessi fimm mörk með okkur, það gerist ekki oft að þú skorar fimm mörk í einum leik. Við héldum líka hreinu og ef við gerum það gegn City, þá vinnum við leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner