Mikil óvissa hefur verið með meiðsli Neymar en hann meiddist í fyrsta leik Brasilíu í riðlakeppni HM í 2-0 sigri á Serbíu.
Læknir brasilíska liðsins sat fyrir svörum eftir óvænt tap Brasilíu gegn Kamerún í gær.
„Varðandi Neymar og Alex Sandro, tíminn er naumur en það er möguleiki. Bíðum og sjáum, þeir eru ekki byrjaðir að æfa með bolta en gera það á morgun (í dag). Verður spennandi að sjá hvernig þeir bregðast við, við munum svo taka ákvörðun," sagði Rodrigo Lasmar læknir brasilíska liðsins.
Þá segir hann frá því að Alex Sandro og Gabriel Jesus hafi kvartað undan verkjum eftir leikinn þar sem landsliðsþjálfarinn Tite styllti upp hálfgerðu varaliði.
Athugasemdir