Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: ÍBV 
Láki segir upp störfum hjá ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tilkynnti rétt í þessu að Þorlákur Árnason hefur sagt upp störfum hjá félaginu.

Þetta kemur gríðarlega á óvart en hann tók við liðinu í fyrra af Hermanni Hreiðarssyni sem stýrði liðinu til sigurs í Lengjudeildinni.

Liðið náði frábærum árangri í sumar undir stjórn Láka sem skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í fyrra. Liðið hafnaði í 9. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar.

Fréttatilkynningin frá ÍBV

Þorlákur Árnason þjálfari karlaliðs ÍBV hefur sagt upp störfum frá og með deginum í dag. Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV harmar þessa ákvörðun. Þorlákur tilkynnti þessa ákvörðun í dag til framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Þorláki fyrir tíma hans hér í Eyjum og þann góða árangur sem liðið náði á sl. keppnistímabili. Þorláki er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV mun hefjast strax handa við að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalið ÍBV.

Athugasemdir
banner
banner