
Mikel Arteta var himinlifandi eftir afar dramatíska endurkomu Arsenal í 3-2 sigri gegn Bournemouth á Emirates leikvanginum í dag. Topplið úrvalsdeildarinnar lenti óvænt tveimur mörkum undir gegn fallbaráttuliðinu en náði að snúa stöðunni við á lokakaflanum og skóp að lokum 3-2 sigur.
„Þetta er líklega tilfinningaþrungnasta stund sem við höfum upplifað sem fótboltalið. Við erum á magnaðri vegferð og þessi sigur í dag var virkilega sérstakur. Þessi leikur var algjört brjálæði frá fyrstu sekúndu. Þeir byrjuðu leikinn eins og við bjuggumst við en samt fengum við mark á okkur, það er ekki nógu gott," sagði Arteta.
„Svo tókst okkur ekki að jafna og í staðinn skoruðu þeir annað. Þá varð brekkan ansi brött en strákarnir héldu haus og náðu að koma til baka. Þetta var mögnuð endurkoma hjá strákunum og varamennirnir höfðu úrslitaáhrif. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd Reiss (Nelson) sem hefur átt erfiða mánuði."
Arteta spretti niður hliðarlínuna til að fagna með leikmönnum eftir sigurmark Reiss Nelson á 97. mínútu leiksins, einni mínútu eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn.
„Þegar boltinn fór inn þá týndi ég öllu skyni á því hvar ég væri staddur. Ég horfði bara í augun á öllum samstarfsfélögunum og stuðningsmönnunum, ég sá gleðina í augum þeirra og það var ótrúleg stund."
Arsenal er með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með 63 stig eftir 26 umferðir.
„Í endan þá er þetta bara annar leikur og önnur þrjú stig en það er magnað að vinna þrjá leiki á einni viku í þessari deild. Okkur tókst það og vonandi gefur það okkur aukna trú á lokakafla tímabilsins.
„Við viljum halda toppsætinu en það mun augljóslega vera erfitt verk sem kallar á gríðarlega mikla vinnu. Það er mikið af stigum í pottinum og því miður þá er ekki til neitt sem heitir skyldusigur í úrvalsdeildinni. Það er fegurðin við þessa keppni."-

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |