Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 10:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 8. sæti
FH komst upp úr 1. deildinni í fyrra.
FH komst upp úr 1. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir styrkir lið FH mikið.
Sigríður Lára Garðarsdóttir styrkir lið FH mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir kom til FH í vor.
Andrea Mist Pálsdóttir kom til FH í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 12. júní næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. FH
9. ÍBV
10. Þróttur R.

8. FH

Lokastaða í fyrra: FH endurheimti sæti sitt í Pepsi Max-deildinni í fyrra en liðið landaði sætinu í lokaumferðinni eftir brösugan endasprett.

Þjálfarinn: Guðni Eiríksson þjálfar FH og Árni Freyr Guðnason er honum til aðstoðar. Þeir félagar eru á öðru ári sínu með liðið en FH fór beint aftur upp í Pepsi Max-deildina undir þeirra stjórn.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði FH.

„Nýliðarnir safna nógu mörgum stigum til að hafa ÍBV og hina nýliðana í Þrótti fyrir neðan sig. Mikið afrek ef spáin gengur eftir. FH hefur unnið vel í sínum efnilega og kröftuga stelpnahópi undanfarin ár og bætt vel í með stærri nöfnum þetta árið. Það hjálpar þeim mikið að fá til liðs við sig Telmu Ívars í markið. Skemmtilegur karakter sem gott er að hafa fyrir aftan sig enda með munninn fyrir neðan nefið og lætur varnarlínuna ekki komast upp með neitt kæruleysi. Að fá Sísí, Andreu Mist og vera svo með orkuboltann og baráttujaxlinn Evu Núru á miðjunni ætti að geta staðið upp í hárinu á hvaða miðju sem er í deildinni."

Ætla ekki að tjalda til einnar nætur
„Guðni þjálfari þekkir liðið vel og hefur þjálfað lengi hjá félaginu. Það verður hans verkefni að ná þeim stöðugleika sem þarf til að halda sér í deildinni þetta árið. Þær verða að taka mörg stig á heimavelli og helst öll stigin á útivelli af þeim sem þær ætla að hafa fyrir neðan sig í deildinni. Það eru stórir og sterkir karakterar í FH liðinu og liðið er yfirleitt í fínu standi þegar í mótið er komið. Metnaður á félagaskiptamarkaðnum sýnir líka að þær ætla ekki að tjalda til einnar nætur í deildinni."

Spennandi að fylgjast með: Birta Georgsdóttir skoraði 11 mörk í 16 leikjum í Inkasso í fyrra. Það verður gaman að sjá hvort hún nær að halda áfram að þenja netmöskvana í Pepsi Max í ár. Andrea Mist Pálsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir eru í fyrsta sinn að spila með öðru liði en sínu uppeldisfélagi hér á landi. Þetta eru hæfileikabúnt og miklir karakterar sem þola ekki að tapa. Það verður gaman að sjá hvernig þær nýta sína hæfileika með nýju félagi. FH duttu í lukkupottinn að fá þessar tvær.

Komnar
Andrea Mist Pálsdóttir frá Orobica
Birta Georgsdóttir frá Stjörnunni
Hrafnhildur Hauksdóttir frá Selfossi
Sigríður Lára Garðarsdóttir frá ÍBV
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir frá HK/Víkingi
Telma Ívarsdóttir frá Breiðabliki á láni

Fyrstu leikir FH
13. júní Breiðablik - FH
18. júní Stjarnan - FH
23. júní FH - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner