Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 04. júní 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Erfið byrjun hjá Bodö/Glimt - „Klárlega mikil þreyta"
Mynd: EPA
Mynd: KSÍ

Alfons Sampsted er þessa stundina í verkefni með íslenska landsliðinu en hann lék allan leikinn gegn Ísrael á fimmtudaginn.


Alfons er leikmaður Bodö/Glimt í Noregi en liðið hefur unnið deildina síðustu tvö tímabil og fór alla leið í 8 liða úrslit Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði gegn Roma.

Liðinu hefur ekki gengið nægilega vel í upphafi tímabils en liðið er aðeins með 13 stig eftir 9 leiki.

„Úrslitin hafa ekki verið að falla okkar megin, fótboltinn sem við spilum er allt í lagi ennþá en það er mikið sem má fara betur. Það er akkúrat það sem er gaman, að fá smá áskorun," sagði Alfons í viðtali við Fótbolta.net.

„Ætli þetta sé ekki blanda af mörgum þáttum, klárlega mikil þreyta, byrjum tímabilið snemma og höfum spilað lengi. Það hafa verið meiðsli og veikindi í hópnum. Þetta er blanda af mörgum þáttum, ég vona að þetta landsleikjahlé geti verið góður núllpunktur fyrir hina."

Eins og fyrr segir féll liðið úr leik í Sambandsdeildinni gegn Roma en síðari leikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm, það var mikil upplifun fyrir Alfons að spila þar.

„Upplifunin var frábær. Það var uppselt, veit ekki hvað völlurinn tekur, 70-80 þúsund manns. Þótt við höfðum tapað 4-0 og þeir stjórnuðu leiknum frá A-Ö þá er ég bara með góðar minningar, skemmtilegur leikur að fá að upplifa og spila, þessir stuðningsmenn eru ótrúlegir,"

Alfons vonar að þetta landsleikjahlé muni gera gott fyrir leikmannahópinn.

„Ég finn það að það sem vantar hjá liðinu er að hvíla hausinn og ná upp metnaðinum og hungrinu til að ná í góðar frammistöður og ég held að þetta gæti orðið lykillinn af því," sagði Alfons.

„Ég er nokkuð sáttur með sjálfan mig. Síðan er maður nátturulega fullkomnunarsinni og horfir eiginlega bara á það sem má fara betur. Heilt yfir hefur maður verið að skila flottu verki en það má alltaf pikka einhver smáatriði.


Alfons um nýju treyjuna: Það er erfitt að dæma hana eina og sér
Athugasemdir
banner
banner
banner