Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 03. júní 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Það eru möguleikar
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir hefur verið einn öflugasti leikmaður sænsku deildarinnar til þessa.
Hlín Eiríksdóttir hefur verið einn öflugasti leikmaður sænsku deildarinnar til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þær eru allar klárar eins og staðan er núna," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan heimaleik gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Liðin mættust ytra í síðustu viku og þá enduðu leikar með 1-1 jafntefli.



Steini sagði jafnframt á fundinum að hann væri ekki að búast við því að gera margar breytingar á byrjunarliði sínu, en við spáum því að hann geri eina breytingu.

Sú breyting verði að Hlín Eiríksdóttir, einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar, komi inn fyrir Söndru Maríu Jessen, markahæsta leikmann Bestu deildarinnar, á kantinn. Mögulega verði hún þá hægra megin og Diljá vinstra megin. Sveindís Jane Jónsdóttir gæti líka færst út á kantinn. Það eru möguleikar í stöðunni.

Þá er líka möguleiki að færa Söndru Maríu í bakvörðinn og búa til auka vopn sóknarlega þar. Það kom ekki mikið sóknarlega frá bakvörðunum okkar í síðasta leik enda eru bæði Guðrún Arnardóttir og Guðný Árnadóttir mjög varnarsinnaðar.

Leikurinn á morgun hefst 19:30 og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner