Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 04. ágúst 2021 19:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lyngby að ganga frá kaupum á Sævari Atla
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Danska félagið Lyngby er að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Sævari Atla Magnússyni, fyrirliða og sóknarmanni Leiknis, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Sævar Atli, sem er 21 árs, mun fljúga til Danmerkur á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.

Leiknir og Lyngby hafa verið í viðræðum að undanförnu og þær hafa nú skilað árangri.

Sævar hefur verið magnaður með Leiknismönnum á tímabilinu og skorað tíu mörk í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Áætlað var að hann myndi ganga í raðir Breiðabliks eftir tímabilið en nú stefnir í að ekkert verði af því.

Freyr Alexandersson, fyrrum leikmaður og þjálfari Leiknis, er þjálfari Lyngby sem hefur farið vel af stað í dönsku B-deildinni og unnið báða leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið 9-0 sigur gegn Österbro í danska bikarnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner