
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, tjáði sig um meiðslastöðuna á leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu í dag.
Helgi segir að undirbúningur fyrir leikinn gegn Tyrklandi á föstudag gangi vel fyrir utan meiðslin.
Helgi segir að undirbúningur fyrir leikinn gegn Tyrklandi á föstudag gangi vel fyrir utan meiðslin.
„Það er allt eins og við óskuðum okkur. Það hefur allt gengið vel hingað til. Við æfum í dag og förum síðan til Eskisehir og undirbúum okkur undir leikinn á föstudag," sagði Helgi við Fótbolta.net í dag.
Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur legið vel yfir tyrkneska liðinu.
„Ég, Freyr, Heimir og Gummi erum allir að fylgjast með. Við erum allir með okkar skoðanir og svo berum við bækur okkar saman og fáum fleiri upplýsingar."
„Það eru margar upplýsingar um Tyrkina og erfitt að sjaá hvað gæti gerst. Maður er að reyna að lesa í öllum blöðum og á öllum tungumálum. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur," sagði Helgi en hvernig er hann í tyrkneskunni? „Ég er ekki góður í henni. Ég get heilsað. Það er alltof sumt," sagði Helgi og hló.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir