Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 11. september 2025 21:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem við gerðum extra vel var einbeitingin og vinnusemin í liðinu. Maður sá frá fyrstu mínútu að menn ætluðu sér sigur," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Breiðabliki.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

Skagamenn hafa setið sem fastast við botninn og gera enn en sigur kvöldsins gefum þeim þó von.

„Þetta er búið að vera erfið ein og hálf vika eftir tapið í Eyjum þar sem vantaði vinnusemi og baráttuna. það var mjög gaman að sjá það hér í kvöld."

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði í öftustu línu í dag og stóð sig prýðisvel. Hann er oftar en ekki á miðjunni.

„Þetta er annar leikurinn sem hann spilar í hafsent. Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með."

Jonas Gemmer var utan hóps í dag en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

„Hann er ekki meiddur, þetta er vegna persónulegra ástæðna. Hann þurfti að fara til Danmerkur og ég get ekki sagt meira um það."

Skagamenn eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þessi sigur gerði voða lítið annað en að halda í okkur lífi. Við eigum leik núna á mánudag gegn Aftureldingu og ef við vinnum þá förum við upp úr neðsta sætinu. Það er gulrót fyrir okkur."
Athugasemdir
banner