Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fim 11. september 2025 21:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem við gerðum extra vel var einbeitingin og vinnusemin í liðinu. Maður sá frá fyrstu mínútu að menn ætluðu sér sigur," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Breiðabliki.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

Skagamenn hafa setið sem fastast við botninn og gera enn en sigur kvöldsins gefum þeim þó von.

„Þetta er búið að vera erfið ein og hálf vika eftir tapið í Eyjum þar sem vantaði vinnusemi og baráttuna. það var mjög gaman að sjá það hér í kvöld."

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði í öftustu línu í dag og stóð sig prýðisvel. Hann er oftar en ekki á miðjunni.

„Þetta er annar leikurinn sem hann spilar í hafsent. Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með."

Jonas Gemmer var utan hóps í dag en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

„Hann er ekki meiddur, þetta er vegna persónulegra ástæðna. Hann þurfti að fara til Danmerkur og ég get ekki sagt meira um það."

Skagamenn eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þessi sigur gerði voða lítið annað en að halda í okkur lífi. Við eigum leik núna á mánudag gegn Aftureldingu og ef við vinnum þá förum við upp úr neðsta sætinu. Það er gulrót fyrir okkur."
Athugasemdir