City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   fim 11. september 2025 21:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem við gerðum extra vel var einbeitingin og vinnusemin í liðinu. Maður sá frá fyrstu mínútu að menn ætluðu sér sigur," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Breiðabliki.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

Skagamenn hafa setið sem fastast við botninn og gera enn en sigur kvöldsins gefum þeim þó von.

„Þetta er búið að vera erfið ein og hálf vika eftir tapið í Eyjum þar sem vantaði vinnusemi og baráttuna. það var mjög gaman að sjá það hér í kvöld."

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði í öftustu línu í dag og stóð sig prýðisvel. Hann er oftar en ekki á miðjunni.

„Þetta er annar leikurinn sem hann spilar í hafsent. Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með."

Jonas Gemmer var utan hóps í dag en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

„Hann er ekki meiddur, þetta er vegna persónulegra ástæðna. Hann þurfti að fara til Danmerkur og ég get ekki sagt meira um það."

Skagamenn eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þessi sigur gerði voða lítið annað en að halda í okkur lífi. Við eigum leik núna á mánudag gegn Aftureldingu og ef við vinnum þá förum við upp úr neðsta sætinu. Það er gulrót fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner