Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 04. október 2024 13:27
Elvar Geir Magnússon
Brentford búið að skora eftir 40 sekúndur í síðustu þremur leikjum
Brentford hefur náð forystunni innan 40 sekúndna í síðustu þremur leikjum liðsins.

„Þetta er algjörlega magnað. Þeir byrja leikina af miklum krafti. Við höfum sýnt leikmönnum öll þrjú mörkin og þeir þurfa að vera tilbúnir," segir Gary O'Neil, stjóri Wolves, sem býr lið sitt undir að mæta Brentford á morgun.

Þann 14. september skoraði Yoane Wissa eftir aðeins 22 sekúndur gegn Manchester City og í síðustu tveimur leikjum hefur Bryan Mbeumo séð um að skora í byrjun leikja. Hann skoraði eftir 23 sekúndur gegn Tottenham og 37 sekúndur gegn West Ham.

Heimsmet?
„Ég get ekki upplýst hvert leyndarmálið er! Ég væri samt til í að vita hvort þetta sé heimsmet?" sagði Thomas Frank eftir 1-1 jafnteflið gegn West Ham.

Brentford er allavega fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora á upphafsmínútunni í þremur leikjum í röð. Þá er liðið það annað í sögu deildarinnar til að skora á upphafsmínútunni í þremur leikjum á einu tímabili, hitt er Everton 1998-99.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner