PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 04. október 2024 15:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Heilt yfir er þetta besti leikmaður sem er að spila á Íslandi í dag"
Birta Georgsdóttir og Samantha Smith fagna marki.
Birta Georgsdóttir og Samantha Smith fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha fagnar marki með Blikum í sumar.
Samantha fagnar marki með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Rose Smith hefur verið algjörlega stórkostleg frá því hún gekk í raðir Breiðabliks frá FHL á láni í sumarglugganum.

Hún hafði þá pakkað saman Lengjudeildinni fyrri hluta sumarsins, hjálpaði FHL að komast upp og skipti svo yfir til Blika. Hún var á dögunum valin leikmaður ársins í Lengjudeildinni.

Hjá Breiðabliki hefur hún verið mögnuð en hún er búin að skora níu mörk í sex leikjum og leggja upp fjölda marka ofan á það. Hún hefur virkt aðra leikmenn í kringum sig og hefur Breiðablik verið með að meðaltali meira en fjögur mörk í leik frá því hún kom.

„Þetta sóknarlið sem Breiðablik er að bjóða upp á þessa dagana er bara ótrúlegt. Sammy og Agla María eru að mynda eitthvað eitraðasta dúó sem við höfum séð í íslenskum kvennabolta í mörg ár," sagði Óskar Smári Haraldsson í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í gær.

„Það sem gerir Sammy að einstökum spilara er að hún gerir allar aðrar í kringum sig betri. Sá leikmaður sem ég hef hrifist hvað mest af eftir að hún kom er Barbára Sól því hún hefur verið frábær í bakverðinum," sagði Magnús Haukur Harðarson.

„Hún er óeigingjörn og er ekki að svindla varnarlega. Heilt yfir er þetta besti leikmaður sem er að spila á Íslandi í dag. Hún gefur svo mikið af sér í alla staði. Þetta er ekki persónuleiki sem er að gera þetta fyrir sjálfa sig," sagði Óskar Smári.

Magnús Haukur bendir á að Samantha sé mjög auðmjúk og það sé frábær kostur.

„Það eru tvær týpur af Könum sem koma til Íslands að spila fótbolta. Það er svona týpa og svo er það týpan sem er fáviti og hugsar bara um sjálfa sig, ekkert um liðið og gefur skít í þjálfarann. Sammy er hin týpan," sagði Magnús Haukur en það er hreint út sagt galið að Samantha hafi verið að spila í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins.

„Hún talar enn um FHL, hvað hún var þakklát að fá tækifærið þar. Risa hrós á Kalla (þjálfara FHL) að hafa sótt hana því ég held að við flestir þjálfararnir höfum fengið hana á borðið hjá okkur," sagði Óskar Smári, sem þjálfar Fram í Lengjudeildinni.

Allan þáttinn má hlusta á hér fyrir neðan.
Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner