Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 04. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Ancelotti ætlar að gefa Tosun séns
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að tyrkneski framherjinn Cenk Tosun muni fá tækifæri á þessu tímabili.

Tosun kom inn á sem varamaður gegn Newcastle um síðustu helgi en það var fyrsti leikur hans með Everton í tæpa ellefu mánuði.

Hinn 29 ára gamli Tosun fór til Crystal Palace á láni í janúar en meiddist illa á hné þar. Hann er nú kominn á fulla ferð og Ancelotti sér hann í áætlunum sínum.

„Við þurfum Cenk í sumum leikjum. Hann er góður framherji í teignum," sagði Ancelotti.

„Það er gott að fá hann aftur. Auðvitað þarf hann að bæta formið sitt en það er mikilvægt að fá hann aftur."
Athugasemdir
banner