Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 04. desember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Það væri þá búið að reka Guardiola sjö eða átta sinnum
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, fyrrum þjálfari Paris Saint-Germain, er staddur í Katar að horfa á heimsmeistaramótið en hann hefur verið að horfa á leiki með Nasser Al Khelaifi, forseta franska félagsins.

Pochettino var látinn fara í sumar frá félaginu þrátt fyrir að það hafi unnið deildina bæði árin sem hann stýrði liðinu.

Markmið Paris Saint-Germain er að vinna Meistaradeildina, eitthvað sem tókst ekki undir stjórn Pochettino, en Christophe Galtier var ráðinn í hans stað í sumar.

„Ég skildi nokkrar bækur eftir. Ég var með Al-Khelaifi hérna í Katar og horfði á leiki. Við eigum í góðu sambandi. Við erum með ólíkar hugmyndir þegar það kemur að vinnunni en það hefur engin áhrif utan vallar. Ég vissi hvert markmiðið var þegar ég skrifaði undir hjá PSG.“

„Ef ég var rekinn fyrir að takast ekki að vinna Meistaradeildina þá væri búið að reka Pep Guardola sjö eða átta sinnum,“
sagði Pochettino og hló.

„PSG er byggt til að vinna Meistaradeildina. Ef það tekst ekki þá er það fyrst og fremst ég sem ber ábyrgðina,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner