Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Magassa og Wan-Bissaka bestir
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir eftir 1-1 jafntefli Manchester United gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Samkvæmt fréttamanni Sky var franski varnartengiliðurinn Soungoutou Magassa besti leikmaður vallarins, en hann skoraði jöfnunarmark Hamranna á lokakaflanum.

Magassa er einn af aðeins tveimur leikmönnum sem fá 8 í einkunn fyrir sinn þátt í jafnteflinu. Aaron Wan-Bissaka er hinn leikmaðurinn.

Wan-Bissaka spilaði Diogo Dalot réttstæðan í opnunarmarki Rauðu djöflanna en hann átti nokkrar frábærar tæklingar á ögurstundu gegn sínum gömlu liðsfélögum og fær því áttuna.

Jarrod Bowen var afar líflegur og mögulega besti leikmaður West Ham í leiknum en hann fær 7 fyrir sinn þátt.

Allir leikmenn Rauðu djöflanna fá ýmist 6 eða 7 fyrir sitt framlag í jafnteflinu.

Man Utd: Lammens (6), Mazraoui (7), Heaven (6), Shaw (7), Amad (7), Casemiro (7), Fernandes (6), Dalot (7), Cunha (6), Mbeumo (6), Zirkzee (6).
Varamenn: Yoro (6), Dorgu (6)

West Ham: Areola (6), Wan-Bissaka (8), Todibo (7), Mavropanos (7), Diouf (7), Potts (7), Magassa (8), Fernandes (6), Soucek (6), Bowen (7), Wilson (6).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner