Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinn árlegi Hlynsleikur fer fram á laugardaginn
Mynd: Samsett
Á laugardaginn, klukkan 13:30, fer fram hinn árlegi Hlynsleikur milli ÍR og Leiknis. Í ár verður leikurinn spilaður í Egilshöllinni.

Úr færslu ÍR
Leikurinn er til minningar um okkar ástkæra ÍR-ing Hlyn Þór Sigurðsson sem féll frá 18 ára gamall á fótboltaæfingu hjá ÍR árið 2009.

Einnig minnum við á minningarsjóð Hlyns sem Aðalheiður og Siggi, foreldrar Hlyns, hafa nýtt til góðra verka hjá báðum félögum.

Tekið er við frjálsum framlögum í sjóðinn:
Kt: 411209-0160
Rn: 115-05-60550

Við þökkum stuðninginn og hvetjum fólk á að kíkja í Egilshöllina og sjá Breiðholtsliðin etja kappi til minningar um góðan vin!


Athugasemdir
banner