Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 23:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sigurjón Daði fer frá Fjölni til Fram (Staðfest)
Mynd: Fram
Sigurjón Daði Harðarson er búinn að skrifa undir samning við Fram eftir að hafa verið hjá Fjölni alla tíð.

Sigurjón Daði er 24 ára markvörður sem spilaði 13 leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Hann þótti gífurlega mikið efni á sínum yngri árum og lék 17 landsleiki fyrir unglingalandsliðin.

Hann á í heildina 78 leiki að baki í Lengjudeildinni og einn í efstu deild. Hjá Fram mun hann berjast við Viktor Frey Sigurðsson um markmannsstöðuna.

„Sigurjón hefur verið á okkar radar í töluverðan tíma og höfum við mæklar mætur á honum sem markmanni, það er mikilvægt að vera með góða samkeppni um markmannsstöðuna og erum við því mjög ánægð að hafa tryggt okkur krafta hans,” segir Sigurður Hrannar Björnsson formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fram.

Fram endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner