Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttur kaupir Adam Árna (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adam Árni Róbertsson hefur verið keyptur til Reykjavíkur Þróttara frá Grindavík. Hann hefur leikið með Njarðvík, Keflavík, Þrótti Vogum og Grindavík á sínum meistaraflokksferli.

Framherjinn er 26 ára og kemur til Þróttar eftir að hafa skorað fjórtán mörk í Lengjudeildinni með Grindavík á síðasta tímbili.

„Framherjinn Adam Árni hefur skrifað undir samning við Þrótt en hann kemur til félagsins frá Grindavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil við góðann orðstír en hann gerði 14 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili," segir í tilkynningu Þróttar.

Hann er annar leikmaðurinn sem Þróttur fær í vetur. Þróttur fékk markmanninn Aron Dag Birnuson á láni frá Stjörnunni um síðustu helgi. Þróttarar eru greinilega stórhuga, ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni næsta sumar.



Athugasemdir
banner
banner