Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fim 05. janúar 2017 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Andrea Rán framlengir við Breiðablik
Kvenaboltinn
watermark Andrea Rán í baráttunni
Andrea Rán í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Hún er aðeins tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir það spilað 90 leiki með meistaraflokki liðsins.

Andrea á svo þrjá A-landsleiki fyrir Ísland en hún er sem stendur í háskólanámi í Bandaríkjunum en hún verður klár í vor.

Hún spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni árið 2011, þá á 15. aldursári.
Athugasemdir
banner