Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Lookman og Osimhen með sýningu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nigeria 4 - 0 Mozambique
1-0 Ademola Lookman ('20 )
2-0 Victor Osimhen ('25 )
3-0 Victor Osimhen ('47 )
4-0 Akor Adams ('75 )

Nígería mætti Mósambík í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar og lenti ekki í neinum vandræðum með mótherja sína.

Victor Osimhen kom boltanum í netið á 2. mínútu en ekki dæmt mark eftir athugun í VAR-herberginu vegna rangstöðu. Ademola Lookman tók svo forystuna fyrir Nígeríu áður en Osimhen tvöfaldaði forystuna og var staðan 2-0 í hálfleik.

Akor Adams, leikmaður Sevilla, átti þátt í báðum mörkunum. Hann fékk báðar stoðsendingarnar skráðar á sig en átti í raun afar lítinn þátt í öðru markinu.

Osimhen setti svo þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks eftir magnaðan undirbúning frá Lookman sem sundurtætti vörn Mósambík áður en hann lagði boltann fyrir markið og þurfti Osimhen ekki að gera mikið til að klára af stuttu færi.

Adams skoraði sjálfur fjórða og síðasta mark leiksins á 75. mínútu, svo lokatölur urðu 4-0. Aftur átti Lookman stoðsendinguna.

Lookman endar því leikinn með mark og tvær stoðsendingar þó hann hafi í raun lagt þrjú mörk upp. Adams skoraði mark og er skráður fyrir tveimur stoðsendingum og setti Osimhen tvennu.

Nígería mætir annað hvort Alsír eða Austur-Kongó í spennandi slag í 8-liða úrslitum.

8-liða úrslit
Malí - Senegal
Egyptaland - Fílabeinsströndin/Búrkína Fasó
Kamerún - Marokkó
Alsír/Kongó - Nígería
Athugasemdir
banner
banner