Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefur hafnað erlendum tilboðum og verður líklega áfram hjá meisturunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir er með lausan samning hjá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks. Hún er 26 ára varnarmaður sem spilaði alla leiki liðsins á liðnu tímabili fyrir utan einn bikarleik.

Hún hefur verið í Smáranum allan sinn meistaraflokksferil á Íslandi og var í tvö og hálft ár hjá Bröndby í Danmörku.

Kristín segir við Fótbolta.net að hún hafi fengið tilboð erlendis frá en þeim tilboðum hafi verið hafnað. Draumurinn er að fara aftur erlendis en rétta tilboðið hefur ekki komið. Ef það kemur ekki verður Kristín að öllum líkindum áfram í Breiðabliki.

Framundan hjá Blikum er leikur gegn Häcken í 8-liða úrslitum Evróubikarsins undir stjórn nýs þjálfara, Ian Jeffs.
Athugasemdir
banner
banner