Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höfnuðu 40 milljónum frá Bournemouth
Mynd: EPA
Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Stuttgart hafi hafnað 40 milljón evru tilboði frá Bournemouth í kantmanninn sinn, Jamie Leweling.

Leweling er 24 ára gamall og hefur komið að 11 mörkum í 24 leikjum á fyrri hluta tímabils. Hann er orðinn mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Stuttgart og hefur félagið engan áhuga á því að selja í janúar.

Leweling er með 4 landsleiki að baki fyrir Þýskaland eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í U21 liðinu.

Hann er með þrjú og hálft ár eftir af samningi við Stuttgart og er óljóst hversu háa upphæð þýska félagið vill fá til að selja kantmanninn í janúar. Stuttgart er í harðri baráttu um meistaradeildarsæti í deildinni auk þess að keppa í þýska bikarnum og Evrópudeildinni og því er mikið leikjaálag framundan.

Bournemouth vill kaupa Leweling til að hjálpa við að fylla í skarðið sem Antoine Semenyo skilur eftir með félagaskiptum sínum til Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner