Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliðinu hjá FC Köln sem spilaði æfingaleik við svissneska félagið Lugano í dag.
Marius Bulter tók forystuna fyrir Köln en Kevin Behrens, sem lék með Wolfsburg á síðustu leiktíð, jafnaði metin fyrir Svisslendingana.
Staðan hélst jöfn allt þar til á lokakaflanum þegar Linton Maina náði að pota inn sigurmarki svo lokatölur urðu 2-1.
Kristófer Jónsson lék þá allan leikinn í liði Triestina sem tapaði á heimavelli í C-deild ítalska boltans.
Triestina er í langneðsta sæti eftir að hafa fengið 23 mínusstig vegna brota á reglum deildarinnar. Kristófer og félagar eru með -2 stig eftir 20 umferðir af tímabilinu.
Lugano 1 - 2 Köln
Triestina 1 - 2 Alcione Milano
Athugasemdir




