Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 17:15
Kári Snorrason
Sjáðu það helsta úr franska: PSG vann Parísarslaginn
Mynd: EPA
PSG sækir að toppliði Lens í frönsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti grönnum sínum í Paris FC á Prinsavöllum um helgina og fór með 2-1 sigur af hólmi.

Desire Doué braut ísinn rétt fyrir hálfleik, en gestirnir jöfnuðu metin þegar stutt var liðið á síðari hálfleik. Adam var ekki lengi í paradís en Ousmane Dembéle kom PSG yfir aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið.

Toppliðið Lens stígur engin feilspor um þessar mundir og fór liðið með 0-3 útisigur af hólmi gegn Toulouse á föstudag. Lens hefur nú unnið sjö leiki í röð í deild.

Livey sýnir frá franska boltanum en núna er hægt að sjá mörk 17. umferðar hér fyrir neðan.

Hægt er að kaupa sér áskrift af Livey með því að smella hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner