Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG hafði betur í sögulegum slag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fimm leikir fram í franska boltanum í dag þar sem ýmislegt athyglisvert átti sér stað. Stórveldi Paris Saint-Germain mætti til leiks gegn nágrönnum sínum í Paris FC í sögulegum leik í Ligue 1.

Nágrannaliðin, sem eru með leikvangana sína hlið við hlið í tæplega 100 metra fjarlægð frá hvorum öðrum, mættust í fyrsta höfuðborgarslag efstu deildar franska boltans í tæplega 36 ár. Síðasti höfuðborgarslagurinn fyrir þennan var viðureign PSG gegn Racing Club 27. maí 1990.

PSG sýndi mikla yfirburði í fyrri hálfleik og tók Désiré Doué forystuna undir lokin, en nágrannarnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Tveimur mínútum síðar tók Ousmane Dembélé forystuna fyrir PSG á ný.

Restin af síðari hálfleiknum var steindauð þar sem PSG hélt boltanum og leyfði leikmönnum Paris FC að elta sig um völlinn án þess þó að skapa nein færi. Frakklandsmeistararnir margföldu sigldu sigrinun fagmannlega í höfn, 2-1, og eru í öðru sæti með 39 stig eftir 17 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Lens.

Í öðrum leikjum dagsins vann fallbaráttulið Nantes óvæntan sigur á útivelli gegn toppbaráttuliði Marseille. Lærlingar Roberto De Zerbi í liði Marseille misstu tvo menn af velli með rautt spjald og töpuðu 0-2, þeir deila þriðja sætinu með Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille með 32 stig.

Brest vann þá fjórða leikinn sinn af síðustu fimm og er búið að fjarlægjast fallbaráttusvæðið. Brest hefur verið spútnik lið síðustu tvö árin en byrjaði nýtt tímabil mjög illa.

PSG 2 - 1 Paris FC
1-0 Desire Doue ('45)
1-1 Willem Geubbels ('51, víti)
2-1 Ousmane Dembele ('53)

Marseille 0 - 2 Nantes

Lorient 1 - 1 Metz

Le Havre 2 - 1 Angers

Brest 2 - 0 Auxerre

Athugasemdir
banner
banner