Alþjóðafótboltasamband FIFA opinberaði leikjadagskrá HM 2026 í gær.
Mótið fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, en þetta verður í fyrsta sinn sem mótið er haldið í þremur löndum í karlaflokki.
FIFA hefur nú opinberað leikjadagskrá mótsins en það hefst með tveimur leikjum í Mexíkó. Spilað er í höfuðborginni, Mexico City og í Guadalajara þann 11. júní.
Bandaríkin fær alla stærstu leikina. Undanúrslitin eru spiluð í Atlanta og Dallas á meðan bronsleikurinn er spilaður í Miami.
Úrslitaleikurinn fer síðan fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey í New York þann 19. júlí.
Skoðaðu leikjadagskrá HM 2026 hér
Athugasemdir