Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   fös 05. mars 2021 14:09
Magnús Már Einarsson
Breyta reglum um hendi - Færri mörk dæmd af
FIFA hefur tilkynnt breytingar á reglum sem taka gildi í sumar. Um er að ræða breytingu ef leikmaður fær boltann óviljandi í höndina í aðdraganda marks.

Slík mörk hafa verið dæmd af undanfarin ár en nú verða þau látin standa.

VAR hefur tekið talsvert af mörkum af út af þessari reglu undanfarin ár, til að mynda í gær þegar Fulham hefði getað jafnað gegn Tottenham.

„Viðræður um þetta byrjuðu fyrir 7-8 mánuðum," sagði Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.

FIFA er einnig að skoða litlar breytingar á rangstöðureglunni sem mun hagnast sóknarmönnum. Arsene Wenger kynnti þessa tillögu fyrir FIFA í morgun.
Athugasemdir
banner
banner