Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 16:30
Enski boltinn
„Sýnir hversu ofboðslega mikið Manchester United saknar Paul Pogba"
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur gert markalaust jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Real Sociedad, Chelsea og Crystal Palace. Rætt var um United í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag og leikinn gegn Crystal Palace í fyrrakvöld.

„Þetta sýnir hversu ofboðslega mikið Manchester United saknar Paul Pogba. Þetta er rosaleag varnarsinnuð miðja, Fred og Matic, sem skapar lítið. Þá væri rosalega fínt að hafa Pogba með öðrum hvorum þeirra og Bruno (Fernandes) fyrir framan," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn".

„Umræðan um Paul Pogba hjá stuðningsmönnum Manchester United minnir mig oft á það hvernig stuðningsmenn Everton tala um Gylfa. Ef hann er ekki að skora tvö mörk í leik þá eigi hann að æfa með varaliðinu og vera seldur á ekki neitt. Það hefur sýnt sig að Manchester United er miklu betra fótboltalið með Pogba inn á."

Manchester United mætir Manchester City í grannaslag um helgina og Orri vonar að mörkin fari að koma aftur.

„Ég hef ekki miklar áhyggjur. Solskjær er með þannig leikmenn að þeir eiga að geta búið til sjálfir þó að það sé smá stífla. Vonandi kemur mark í næsta leik og þá fer þetta að rúlla."

„Þetta verður erfitt í næsta leik gegn Manchester City en ég er samt sem áður bjartsýnn. Það væri ótrúlegt klúður að missa Meistaradeildarsætið núna."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Manchester United. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner