Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: trottur.is 
Launalækkanir hjá Þrótti R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. hefur staðfest samkomulag við starfsfólk sitt um minnkun starfshlutfalls og lækkun launagreiðslna meðan kórónuveirufaraldurinn ríður yfir.

Ljóst er að faraldurinn mun hafa alvarleg efnahagsleg áhrif á heiminn og þar er knattspyrnuheimurinn alls ekki undanskildur.

Ljóst er að rekstur knattspyrnufélaga hér á landi verður gríðarlega erfiður vegna tekjutaps og hafa félög á borð við KR, Val, ÍA, Fjölni, KA og Þór þegar staðfest launaskerðingar.

„Stjórnendur deilda innan Þróttar og aðalstjórn hafa unnið að því að undanförnu í góðu samstarfi við starfsmenn, leikmenn og þjálfara félagsins, að gera breytingar á starfshlutföllum og launagreiðslum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu og óvissu í rekstri á komandi vikum og mánuðum jafnvel," segir á vefsíðu Þróttar.

„Samkomulag hefur verið gert við allflesta þessara aðila um tímabundna lækkun á starfshlutfalli og/eða lækkun á launagreiðslum og verður sú staða endurskoðuð þegar mál skýrast betur varðandi framhaldið í rekstrarumhverfi félagsins.

„Stjórnendur félagsins þakka góðar viðtökur og samstarf við áður nefnda aðila og eru viðbrögðin staðfesting á þeirri samheldni og virðingu sem Þróttarar búa við innan félagsins."

Athugasemdir
banner
banner