Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
   lau 05. júní 2021 16:39
Helga Katrín Jónsdóttir
Gunnar Magnús: Það var hrein unun að horfa á þær í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Gunnar Magnús, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með fyrsta sigur liðsins í deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Tilfinningin er eðlilega geggjuð að leggja Íslandsmeistarana af velli og stelpurnar voru geggjaðar í leiknum. Frábært vinnuframlag og dugnaður, þær fylgdu skipulagi. Það var hrein unun að horfa á þær í dag, þær áttu þetta skilið."

„Við lögðum upp með að spila þétt til baka en koma hátt á þær á ákveðnum mómentum. Svo erum við með eina baneitraða frammi, Aerial, sem olli miklum vandræðum hjá varnarmönnum Blika og gerir tvö mörk."

„Við erum nýliðar í deildinni og náum loksins í sigur. Heppnin hefur ekki verið á okkar bandi og óheppnin ellt okkur en eins og ég sagði við stelpurnar þá vinna íþróttamenn fyrir heppninni sinni."

Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur í deildinni í sumar en nú er landsleikjahlé framundan, væri ekki gott að fá leik strax eftir þennan sigur?

„Jú auðvitað væri gott að nýta þetta og fá leik strax. En við tökum því bara og æfum vel í fríinu. Það hefur lítill tími gefist til að æfa. En þær eru líka fegnar að fá smá frí, það hefur verið mikil keyrsla og margar orðnar laskaðar þarna inná en þær létu það ekki á sig fá."

Athugasemdir
banner
banner