Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 05. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Búinn að reka þann aðila eftir þennan leiðinlega misskilning
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var virkilega ánægður með sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur. Fjögur skipti í röð sem við erum komnir í undanúrslit, maður er eiginlega bara hrærður og stoltur af strákunum fyrir að ná þessum árangri. Það krefst ótrúlegs aga og viljastyrk til að ná þessu svona mörgum sinnum," sagði Arnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

„Sem gamall Þórsari var virkilega gaman að spila á móti þeim. Þeir gáfu líf og sál í verkefnið og gáfu okkur virkilega góðan leik."

Arnar gerði fjórfalda skiptingu þegar um hálftími var til leiksloka. Hann ætlaði sér að loka fyrir markið.

„Þetta var erfiður leikur gegn Breiðabliki, líkamlega og andlega, manni líður eins og það sé korter síðan sá leikur var. Svo kemur maður hingað og spilar gegn liði Þórsara sem hlupu út úr sér lungun. [Þetta snérist um] að fá ferskar lappir, reynslu og loka leiknum," sagði Arnar.

Leikur Breiðabliks og Víkings um helgina hefur verið mikið í umræðunni en Arnar var harðorður í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði m.a. um að uppbótartíminn hafi ekki verið virtur, sem var rangt.

„Það var einhver á bekknum hjá okkur sem sagði að leikurinn væri kominn eina og hálfa mínútu framyfir venjulegan leiktíma, ég er reyndar búinn að reka þann aðila núna eftir þennan leiðinlega misskilning," sagði Arnar og hló.

„Það sem ég tek útúr þessu núna er að þetta var frábær leikur á móti Breiðabliki og þjóðin skemmti sér vel í tvo daga eftir á og er örugglega enn þá að gera það."


Athugasemdir
banner
banner