De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   mán 05. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Búinn að reka þann aðila eftir þennan leiðinlega misskilning
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var virkilega ánægður með sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur. Fjögur skipti í röð sem við erum komnir í undanúrslit, maður er eiginlega bara hrærður og stoltur af strákunum fyrir að ná þessum árangri. Það krefst ótrúlegs aga og viljastyrk til að ná þessu svona mörgum sinnum," sagði Arnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

„Sem gamall Þórsari var virkilega gaman að spila á móti þeim. Þeir gáfu líf og sál í verkefnið og gáfu okkur virkilega góðan leik."

Arnar gerði fjórfalda skiptingu þegar um hálftími var til leiksloka. Hann ætlaði sér að loka fyrir markið.

„Þetta var erfiður leikur gegn Breiðabliki, líkamlega og andlega, manni líður eins og það sé korter síðan sá leikur var. Svo kemur maður hingað og spilar gegn liði Þórsara sem hlupu út úr sér lungun. [Þetta snérist um] að fá ferskar lappir, reynslu og loka leiknum," sagði Arnar.

Leikur Breiðabliks og Víkings um helgina hefur verið mikið í umræðunni en Arnar var harðorður í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði m.a. um að uppbótartíminn hafi ekki verið virtur, sem var rangt.

„Það var einhver á bekknum hjá okkur sem sagði að leikurinn væri kominn eina og hálfa mínútu framyfir venjulegan leiktíma, ég er reyndar búinn að reka þann aðila núna eftir þennan leiðinlega misskilning," sagði Arnar og hló.

„Það sem ég tek útúr þessu núna er að þetta var frábær leikur á móti Breiðabliki og þjóðin skemmti sér vel í tvo daga eftir á og er örugglega enn þá að gera það."


Athugasemdir
banner