Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 05. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Búinn að reka þann aðila eftir þennan leiðinlega misskilning
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var virkilega ánægður með sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur. Fjögur skipti í röð sem við erum komnir í undanúrslit, maður er eiginlega bara hrærður og stoltur af strákunum fyrir að ná þessum árangri. Það krefst ótrúlegs aga og viljastyrk til að ná þessu svona mörgum sinnum," sagði Arnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

„Sem gamall Þórsari var virkilega gaman að spila á móti þeim. Þeir gáfu líf og sál í verkefnið og gáfu okkur virkilega góðan leik."

Arnar gerði fjórfalda skiptingu þegar um hálftími var til leiksloka. Hann ætlaði sér að loka fyrir markið.

„Þetta var erfiður leikur gegn Breiðabliki, líkamlega og andlega, manni líður eins og það sé korter síðan sá leikur var. Svo kemur maður hingað og spilar gegn liði Þórsara sem hlupu út úr sér lungun. [Þetta snérist um] að fá ferskar lappir, reynslu og loka leiknum," sagði Arnar.

Leikur Breiðabliks og Víkings um helgina hefur verið mikið í umræðunni en Arnar var harðorður í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði m.a. um að uppbótartíminn hafi ekki verið virtur, sem var rangt.

„Það var einhver á bekknum hjá okkur sem sagði að leikurinn væri kominn eina og hálfa mínútu framyfir venjulegan leiktíma, ég er reyndar búinn að reka þann aðila núna eftir þennan leiðinlega misskilning," sagði Arnar og hló.

„Það sem ég tek útúr þessu núna er að þetta var frábær leikur á móti Breiðabliki og þjóðin skemmti sér vel í tvo daga eftir á og er örugglega enn þá að gera það."


Athugasemdir
banner