Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 05. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Búinn að reka þann aðila eftir þennan leiðinlega misskilning
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var virkilega ánægður með sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur. Fjögur skipti í röð sem við erum komnir í undanúrslit, maður er eiginlega bara hrærður og stoltur af strákunum fyrir að ná þessum árangri. Það krefst ótrúlegs aga og viljastyrk til að ná þessu svona mörgum sinnum," sagði Arnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

„Sem gamall Þórsari var virkilega gaman að spila á móti þeim. Þeir gáfu líf og sál í verkefnið og gáfu okkur virkilega góðan leik."

Arnar gerði fjórfalda skiptingu þegar um hálftími var til leiksloka. Hann ætlaði sér að loka fyrir markið.

„Þetta var erfiður leikur gegn Breiðabliki, líkamlega og andlega, manni líður eins og það sé korter síðan sá leikur var. Svo kemur maður hingað og spilar gegn liði Þórsara sem hlupu út úr sér lungun. [Þetta snérist um] að fá ferskar lappir, reynslu og loka leiknum," sagði Arnar.

Leikur Breiðabliks og Víkings um helgina hefur verið mikið í umræðunni en Arnar var harðorður í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði m.a. um að uppbótartíminn hafi ekki verið virtur, sem var rangt.

„Það var einhver á bekknum hjá okkur sem sagði að leikurinn væri kominn eina og hálfa mínútu framyfir venjulegan leiktíma, ég er reyndar búinn að reka þann aðila núna eftir þennan leiðinlega misskilning," sagði Arnar og hló.

„Það sem ég tek útúr þessu núna er að þetta var frábær leikur á móti Breiðabliki og þjóðin skemmti sér vel í tvo daga eftir á og er örugglega enn þá að gera það."


Athugasemdir
banner
banner