Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 05. júní 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tæplega 600 Íslendingar á uppseldum Wembley
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Uppselt er á Wembley á föstudaginn þar sem íslenska landsliðið mætir því enska í vináttulandsleik.


Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar á Englandi undanfarna daga. Búast má við gríðarlegri stemningu þar sem 90 þúsund manns verða á vellinum.

Þar af verða 600 Íslendingar sem munu vafalaust reyna allt til að láta vel í sér heyra.

Þrjár breytingar hafa orðið á íslenska hópnum undanfarið en Valgeir Lunddal Friðriksson og Logi Tómasson komu inn í hópinn fyrir Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson í dag sem eru meiddir.

Þá var tilkynnt í gær að Sævar Atli Magnússon kæmi inn fyrir Orra Stein Óskarsson.


Athugasemdir
banner