Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. júlí 2021 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr markaður fyrir íslensku félögin sem borgar betur
Andri Fannar Baldursson fór frá Breiðablik í Bologna.
Andri Fannar Baldursson fór frá Breiðablik í Bologna.
Mynd: Getty Images
Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýverið í raðir Lecce sem er í ítölsku B-deildinni.
Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýverið í raðir Lecce sem er í ítölsku B-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason fór frá ÍA til Venezia sem var að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina.
Bjarki Steinn Bjarkason fór frá ÍA til Venezia sem var að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var í skemmtilegu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Þar ræddi hann um söluna á miðverðinum Brynjari Inga Bjarnasyni til Ítalíu.

Sjá einnig:
Brynjar ekki að hugsa um peningana - „Mjög þroskuð ákvörðun"

„Þetta er svolítið skrítið en skemmtilegt. Eftir því sem deildin okkar er að trappast niður á stigalistanum, þá eru sölurnar að verða stærri og betri. Við erum að selja til Ítalíu og Blikarnir segja hafa fengið flottan prís fyrir Róbert Orra til Bandaríkjanna. Það er enn greinilega 'talent' í deildinni," sagði Tómas Þór Þórðarson við Sævar.

Félög á Ítalíu virðast vera farin að horfa meira til Íslands og segir Sævar það jákvætt.

„Það hefur verið rosalega gott fyrir íslensku félögin að markaðurinn á Ítalíu opnaðist. Við erum að sjá þónokkra leikmenn fara þangað síðustu 2-3 ár. Salan á Róberti Orra er í gegnum ítalskt félag, hún kemur í gegnum samstarf þar. Þar er markaður að opnast fyrir íslensku strákanna sem er spennandi og gefur okkur - sem eru að reka íþróttafélögin hér heima - fleiri möguleika," sagði Sævar.



„Oftast var þetta bara þannig að ef eitthvað félag í Skandinavíu vildi fá leikmann þá hoppaði hann á það og við sátum eftir með ekki neitt í raun. Þarna ertu kominn með annan möguleika þar sem menn eru alla vega tilbúnir að láta okkur fá eitthvað fyrir. Það hjálpar okkur líka í viðræðum við félögin í Skandinavíu, að hífa þá örlítið upp."

„Þessir strákar eiga möguleika inn í Evrópu án þess að þurfa alltaf að fara í gegnum Skandinavíu fyrst," segir Sævar.

Ítölsku félögin eru tilbúin að borga betur til félaga á Íslandi til að fá leikmenn. Þau eru einnig tilbúin að verðlauna fyrir það ef leikmenn standa sig svo vel.

„Það sem er líka jákvætt við þetta í samningum á Ítalíu, er að þú ert með miklu fleiri 'add-on' möguleika þar. Oftast þegar þú ert að semja við Skandinavíu þá færðu nánast eina upphæð og svo fínt fyrir næstu sölu. Ítalarnir eru oft að bjóða aukalega fyrir fyrsta leik, svo 40 leiki - eftir því hvernig ferill leikmannsins þróast," segir Sævar.

„Þú gætir verið að fá allt að tvöföldun á sölunni á 2-3 árum. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að eiga gulrót ef leikmanninum gengur vel. Þá fáum við örlítið meira fyrir það, ekki bara ef hann verður seldur. Brynjar Ingi gerir samning við Lecce sem gæti verið fimm ára samningur. Þá eigum við að fá eitthvað á leiðinni ef honum gengur vel. Ef hann endar í 5-8 ár hjá sama félaginu, þá færðu aldrei fyrir næstu sölu."

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn og Ítalía á EM
Athugasemdir
banner
banner