Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 05. ágúst 2020 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
G. Andri fór í tvígang of snemma af stað: Vonandi klár eftir fimm vikur
Vonast eftir því að verða klár um miðjan september.
Vonast eftir því að verða klár um miðjan september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri í leik með Víkingi í fyrra.
Andri í leik með Víkingi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Andri, eins og hann er oftast kallaður, er leikmaður Start sem leikur í norsku Eliteserien, efstu deild.

Hann var á síðustu leiktíð að láni hjá Víkingi Reykjavík og lék með liðinu í Pepsi Max-deildinni og varð bikarmeistari með félaginu. Á meðan lék Start í næstefstu deild í Noregi og vann sér inn sæti í efstu deild.

Sjá einnig:
Guðmundur Andri: Engin spurning að þetta var pirrandi á þeim tíma

Andri var í leikmannahópnum gegn Grorud í mars í síðasta æfingaleik Start fyrir Covid-hlé. Hann var ekki í leikmannahópnum í æfingaleikjum liðsins í júní og ekki verið í hópnum í þeim tólf umferðum sem leiknar hafa verið í deildinni. Fótbolti.net hafði samband við Andra og spurði hann út í stöðu mála.

Rifinn vöðvi framan á læri
Fyrsta spurning sem Andri fékk var svohljóðandi: Hver er staðan á þér og þínum meiðslum?

„Maður hefur verið betri og svona fimm vikur eftir í þessu meiðslaferli," sagði Andri.

Býst Andri við því að geta byrjað að æfa á fullu eftir fimm vikur eða jafnvel verið kominn í leikform?

„Ég reikna með því að ég geti byrjað að æfa á næstu vikum og verið orðinn spilfær eftir u.þ.b. fimm vikur,"

Byrjaði í tvígang of snemma og meiðslin tekið sig upp aftur
Hvers lags meiðsli eru þetta og hvenær meiddist Andri?

„Þetta er rifinn vöðvi framan á læri. Ástæðan fyrir svona langri fjarveru er sú að ég er búinn að byrja of snemma og þetta gerst þrisvar sinnum á sama stað. Þau komu fyrst upp tveimur vikum fyrir mót."

Hefur vöðvinn rifnað þrisvar sinnum á sama stað núna í þessu meiðslaferli?

„Ég var að koma til baka en byrjaði of snemma og þá tóku meiðslin sig aftur upp. Eftir að vöðvinn rifnar í annað skiptið er ég í endurhæfingu í 4-5 vikur og var orðinn góður. Ég hafði æft í tvær vikur áður en þetta svo gerist í þriðja skiptið. Ég er núna búinn að vera frá í u.þ.b. mánuð eftir að vöðvinn rifnaði í þriðja sinn," sagði Andri að lokum.

Start er í 14. sæti Eliteserien, þriðja neðsta sæti. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner