Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. september 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe trúir Paul Pogba - „Ég ætla að treysta liðsfélaga mínum"
Kylian Mbappe og Paul Pogba
Kylian Mbappe og Paul Pogba
Mynd: EPA
Mathias er hluti af glæpagengi sem hefur reynt að fjárkúga Paul
Mathias er hluti af glæpagengi sem hefur reynt að fjárkúga Paul
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe hefur tekið afstöðu í hinu dramatíska Pogba-máli og segist hann trúa liðsfélaga sínum, Paul, en þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag.

Mál Pogba er flókið og mjög svo furðulegt í alla staði en allt byrjaði þetta í mars á þessu ári er hann heimsótti fjölskyldu sína í París.

Hann fékk boð um að fara til vina sinna og þar stóðu tveir vopnaðir menn og kröfðust þess að hann myndi láta þá fá 13 milljónir evra fyrir að hafa verndað hann síðustu ár.

Mathias, bróðir Pogba, er hluti af þessu glæpagengi og vilja mennirnir allir fá sinn skerf af tekjum leikmannsins. Pogba tilkynnti málið er hann sá bróður sinn á æfingasvæði Juventus í sumar, en þá varð honum ljóst að hann væri tengdur málinu.

Pogba tilkynnti málið til lögreglunnar í París og er glæpagengið nú til rannsóknar en Mathias hefur síðan þá hótað að opinbera ýmislegt úr lífi bróður síns. Hann hefur talað um að Pogba hafi leitað til galdralæknis til að setja bölvun á Kylian Mbappe, liðsfélaga hans í franska landsliðinu.

Miðjumaðurinn hefur neitað þessu en viðurkennt að hafa farið til galdralæknis í þeim tilgangi að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku, ekki til að leggja bölvun á Mbappe.

Mbappe tjáði sig í fyrsta sinn um málið á blaðamannafundi í dag og segist trúa Paul. Hann var spurður hvort þetta hefði áhrif á samband þeirra og neitaði hann því um leið.

„Nei, því í dag hef ég tekið þá ákvörðun að treysta orði liðsfélaga míns. Hann hringdi í mig og sagði mér sína útgáfu af hlutunum. Þetta er hans orð gegn bróður hans og ég mun treysta liðsfélaga mínum og hag franska landsliðsins líka. Það er stór keppni framundan og hann hefur þegar verið að glíma við alls konar vandamál. Þetta er ekki tíminn til að búa til annað vandamál.

„Sjáum hvernig þetta fer. Ég er eiginlega alveg aðskilinn þessu dæmi,"
sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner