Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. september 2022 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu hvað gerðist næst hjá Gunnhildi og Sveindísi
Icelandair
Gunnhildur Yrsa á æfingu Íslands í Hollandi í gær.
Gunnhildur Yrsa á æfingu Íslands í Hollandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar  íslenska landsliðið hefur komið saman síðustu daga og það gerðist eitthvað undarlegt á æfingu liðsins í Hollandi í gær.


Það hefur verið hægt að fylgjast með þessum málum á myndum Fótbolta.net af æfingum Íslands en á æfingu liðsins fyrir helgi mátti sjá Gunnhildi Yrsu slá Sveindísi í bakið og ráðast svo að henni liggjandi.

Sveindís svaraði svo fyrir sig fyrir leikinn gegn Hvíta Rússlandi á föstudaginn þegar hún tók Gunnhildi hálstaki.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur Yrsa við Fótbolta.net aðspurð um málið í gær. 

Á æfingunni mátti svo sjá þegar Gunnhildur virtist reyna að hjálpa Sveindísi með púlsmæli, á sama tíma og þær voru báðar í æfingum með teyju. Sögulegar sættir?  Myndir af því eru hér að neðan.

Sjá einnig:
 - Gunnhildur Yrsa og Sveindís Jane tókust á í gær
 - Sveindís náði fram hefndum
 - Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram


Athugasemdir
banner