Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   sun 04. september 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram
Icelandair
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar að vera komnar og spenntar að taka fyrstu æfinguna hérna," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Þetta er nú varla mikill hiti fyrir mig, en þetta er ágætis veður. Þetta er mjög fínt. Það er fínt að koma í þetta úr storminum sem við lentum í á Íslandi. Á leikdegi á móti Hvíta-Rússlandi var samt frábært veður og það var skemmtilegt."

Gunnhildur segir að ferðalagið hafi gengið vel og núna sé liðið komið á fullt í undirbúning fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

„Við horfðum mikið á Hollendinga á EM og spiluðum við þær í fyrra. Við vitum við hverju við megum búast við. Við tökum fund eftir æfingu og förum betur í þetta, en við þurfum líka bara að einbeita okkur að okkar leik, hvað við ætlum að gera."

Það hefur verið fyndið að fylgjast með Gunnhildi og Sveindísi Jane Jónsdóttur upp á síðkastið en þær hafa tekist mikið á - allt auðvitað í léttum gír. Þær hafa verið að skemmta sér vel þegar myndavélin er á lofti og boðið upp á áhugaverðan leikþátt.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur létt en því miður náðust engar myndir af þeim í dag þar sem þær voru í sitthvorum hóp í upphitun á æfingu.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir