Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 04. september 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram
Icelandair
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar að vera komnar og spenntar að taka fyrstu æfinguna hérna," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Þetta er nú varla mikill hiti fyrir mig, en þetta er ágætis veður. Þetta er mjög fínt. Það er fínt að koma í þetta úr storminum sem við lentum í á Íslandi. Á leikdegi á móti Hvíta-Rússlandi var samt frábært veður og það var skemmtilegt."

Gunnhildur segir að ferðalagið hafi gengið vel og núna sé liðið komið á fullt í undirbúning fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

„Við horfðum mikið á Hollendinga á EM og spiluðum við þær í fyrra. Við vitum við hverju við megum búast við. Við tökum fund eftir æfingu og förum betur í þetta, en við þurfum líka bara að einbeita okkur að okkar leik, hvað við ætlum að gera."

Það hefur verið fyndið að fylgjast með Gunnhildi og Sveindísi Jane Jónsdóttur upp á síðkastið en þær hafa tekist mikið á - allt auðvitað í léttum gír. Þær hafa verið að skemmta sér vel þegar myndavélin er á lofti og boðið upp á áhugaverðan leikþátt.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur létt en því miður náðust engar myndir af þeim í dag þar sem þær voru í sitthvorum hóp í upphitun á æfingu.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner