Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 04. september 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram
Icelandair
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar að vera komnar og spenntar að taka fyrstu æfinguna hérna," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Þetta er nú varla mikill hiti fyrir mig, en þetta er ágætis veður. Þetta er mjög fínt. Það er fínt að koma í þetta úr storminum sem við lentum í á Íslandi. Á leikdegi á móti Hvíta-Rússlandi var samt frábært veður og það var skemmtilegt."

Gunnhildur segir að ferðalagið hafi gengið vel og núna sé liðið komið á fullt í undirbúning fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

„Við horfðum mikið á Hollendinga á EM og spiluðum við þær í fyrra. Við vitum við hverju við megum búast við. Við tökum fund eftir æfingu og förum betur í þetta, en við þurfum líka bara að einbeita okkur að okkar leik, hvað við ætlum að gera."

Það hefur verið fyndið að fylgjast með Gunnhildi og Sveindísi Jane Jónsdóttur upp á síðkastið en þær hafa tekist mikið á - allt auðvitað í léttum gír. Þær hafa verið að skemmta sér vel þegar myndavélin er á lofti og boðið upp á áhugaverðan leikþátt.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur létt en því miður náðust engar myndir af þeim í dag þar sem þær voru í sitthvorum hóp í upphitun á æfingu.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir