Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 04. september 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram
Icelandair
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar að vera komnar og spenntar að taka fyrstu æfinguna hérna," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Þetta er nú varla mikill hiti fyrir mig, en þetta er ágætis veður. Þetta er mjög fínt. Það er fínt að koma í þetta úr storminum sem við lentum í á Íslandi. Á leikdegi á móti Hvíta-Rússlandi var samt frábært veður og það var skemmtilegt."

Gunnhildur segir að ferðalagið hafi gengið vel og núna sé liðið komið á fullt í undirbúning fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

„Við horfðum mikið á Hollendinga á EM og spiluðum við þær í fyrra. Við vitum við hverju við megum búast við. Við tökum fund eftir æfingu og förum betur í þetta, en við þurfum líka bara að einbeita okkur að okkar leik, hvað við ætlum að gera."

Það hefur verið fyndið að fylgjast með Gunnhildi og Sveindísi Jane Jónsdóttur upp á síðkastið en þær hafa tekist mikið á - allt auðvitað í léttum gír. Þær hafa verið að skemmta sér vel þegar myndavélin er á lofti og boðið upp á áhugaverðan leikþátt.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur létt en því miður náðust engar myndir af þeim í dag þar sem þær voru í sitthvorum hóp í upphitun á æfingu.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner