Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 04. september 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Gunnhildur um átökin við Sveindísi: Sagan heldur bara áfram
Icelandair
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Sveindís og Gunnhildur í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar að vera komnar og spenntar að taka fyrstu æfinguna hérna," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Þetta er nú varla mikill hiti fyrir mig, en þetta er ágætis veður. Þetta er mjög fínt. Það er fínt að koma í þetta úr storminum sem við lentum í á Íslandi. Á leikdegi á móti Hvíta-Rússlandi var samt frábært veður og það var skemmtilegt."

Gunnhildur segir að ferðalagið hafi gengið vel og núna sé liðið komið á fullt í undirbúning fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

„Við horfðum mikið á Hollendinga á EM og spiluðum við þær í fyrra. Við vitum við hverju við megum búast við. Við tökum fund eftir æfingu og förum betur í þetta, en við þurfum líka bara að einbeita okkur að okkar leik, hvað við ætlum að gera."

Það hefur verið fyndið að fylgjast með Gunnhildi og Sveindísi Jane Jónsdóttur upp á síðkastið en þær hafa tekist mikið á - allt auðvitað í léttum gír. Þær hafa verið að skemmta sér vel þegar myndavélin er á lofti og boðið upp á áhugaverðan leikþátt.

„Sagan heldur bara áfram. Þið þurfið að fylgjast með. Þið þurfið að fylgjast vel með og sjá hvað gerist næst. Ég ætla ekki að gefa neitt upp. Við látum ykkur vita þegar þetta er búið," sagði Gunnhildur létt en því miður náðust engar myndir af þeim í dag þar sem þær voru í sitthvorum hóp í upphitun á æfingu.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner