Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: PSV fór illa með Girona - Dinamo Zagreb með sigur
Johan Bakayoko skoraði fyrir PSV
Johan Bakayoko skoraði fyrir PSV
Mynd: EPA

Girona hefur alls ekki náð sama flugi og í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar.


Liðið steinlá í Hollandi gegn PSV í kvöld. Heimamenn voru með tveggja marka forystu í hálfleik og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Girona þá fékk Arnau Martinez að líta sitt annað gula spjald snemma í seinni hálfleik.

PSV tókst að bæta við tveimur mörkum í viðbót undir lok leiksins og 4-0 sigur liðsins staðreynd. Girona er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í deildakeppni Meistaradeildarinnar en PSV er komið með fimm stig.

Slovan Bratislava komst yfir snemma leiks á heimavelli gegn Dinamo Zagreb en gestirnir náðu að svara með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Sandro Kulenovic bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og innsiglaði sigur Dinamo Zagreb.

PSV 4 - 0 Girona
1-0 Ryan Flamingo ('16 )
2-0 Malik Tillman ('33 )
3-0 Johan Bakayoko ('83 )
4-0 Ladislav Krejci ('88 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Martinez Arnau, Girona ('55)

Slovan 1 - 4 Dinamo Zagreb
1-0 David Strelec ('5 )
1-1 Dario Spikic ('10 )
1-2 Petar Sucic ('30 )
1-3 Sandro Kulenovic ('54 )
1-4 Sandro Kulenovic ('72 )


Athugasemdir
banner
banner
banner