Enska pressan gagnrýnir Enzo Maresca, stjóra Chelsea, fyrir byrjunarliðið sem hann stillti upp gegn Qarabag í Meistaradeildinni í kvöld. Maresca gerði sjö breytingar frá sigrinum gegn Tottenham í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Allar þessar breytingar komu í bakið á honum og Chelsea gerði 2-2 jafntefli í Bakú. Úrslit sem teljast alls ekki góð fyrir enska stórliðið.
Allar þessar breytingar komu í bakið á honum og Chelsea gerði 2-2 jafntefli í Bakú. Úrslit sem teljast alls ekki góð fyrir enska stórliðið.
Bobby Vincent, blaðamaður Mirror, skellir skuldinni algjörlega á Maresca í pistli sínum sem ber fyrirsögnina 'Enzo's error' eða 'Mistök Enzo'.
„Það er afskaplega erfitt að ætla að gera vona margar breytingar milli þess að keppa í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Það er allt öðruvísi en að gera það þegar þú ert í Sambandsdeildinni og getur komist áfram á B-liðinu, eins og þei gerðu," segir Julien Laurens, sérfræðingur í evrópska boltanum.
„Ungir leikmenn voru að gera mistök og þú endar með því að missa af stigum."
Maresca gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, þegar Qarabag var 2-1 yfir. Til að bæta gráu ofan á svart á slöku kvöldi hjá Chelsea í Bakú þá fór hinn meiðslahrjáði Romeo Lavia meiddur af velli eftir aðeins nokkrar mínútur í leiknum í kvöld.
Athugasemdir



