Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   þri 05. desember 2023 00:04
Elvar Geir Magnússon
Sunderland rak Mowbray
Sunderland hefur rekið Tony Mowbray sem stjóra en hann var fimmtán mánuði í starfi. Sunderland hefur unnið aðeins tvo af síðustu níu leikjum í Championship-deildinni og sigið niður í níunda sæti, eftir að hafa komist í umspilið á síðasta tímabili.

Mowbray er sextugur og tók við Sunderland í ágúst á síðasta ái, eftir að Alex Neil lét af störfum til að taka við Stoke City.

Kristjaan Speakman íþróttastjóri Sunderland segir á heimasíðu félagsins að það hafi verið erfið ákvörðun að láta Mowbray fara.

„En við höldum tryggð við okkar metnað og áætlanir. Okkur fannst rétti tíminn til að gera breytingar," segir Speakman.

Mike Dodds, sem var í þjálfarateyminu, tekur við stjórn liðsins til bráðabirgða en Sunderland mætir West Bromwich Albion næsta laugardag.

Sunderland var í fjórða sæti Championship-deildarinnar í byrjun október en svo fór að halla undan fæti. Þrátt fyrir að vera nú í níunda sæti þá er Sunderland aðeins þremur stigum frá umspilssæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir
banner