Þýska úrvalsdeildarfélagið Mainz hefur rekið Bo Henriksen og er hann því ekki lengur stjóri liðsins.
Íslandsvinurinn, sem spilaði á sínum tíma með Val, Fram og ÍBV tók við Mainz í febrúar í fyrra. Hann stýrði liðinu frá falli á sínu fyrsta tímabili og kom liðinu í Sambandsdeildina á sínu öðru tímabili.
Íslandsvinurinn, sem spilaði á sínum tíma með Val, Fram og ÍBV tók við Mainz í febrúar í fyrra. Hann stýrði liðinu frá falli á sínu fyrsta tímabili og kom liðinu í Sambandsdeildina á sínu öðru tímabili.
En það hefur ekkert gengið upp í vetur og er Mainz sem stendur á botni þýsku úrvalsdeildarinnar.
Tipsbladet hefur tekið saman fjögur störf sem Henriksen gæti tekið að sér núna; Augsburg í Þýskalandi, Wolfsburg í Þýskalandi, Leicester á Englandi og Ajax í Hollandi.
Henriksen var sagður einn af þeim sem kom til greina sem landsliðsþjálfari Íslands áður en Arnar Gunnlaugsson var ráðinn. Var hann sagður áhugasamur um starfið.
Athugasemdir


