Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í stórsigri gegn Nordsjælland í danska bikarnum í gærkvöldi.
Midtjylland vann leikinn 5-1 þar sem Júnior Brumado var atkvæðamestur með þrennu.
Midtjylland var talsvert sterkari aðilinn í leiknum en gestirnir í liði Nordsjælland náðu að skora fánamark.
Liðin mættust í fyrri viðureign sinni í 8-liða úrslitum bikarsins og eru Elías Rafn og félagar því með annan fótinn í undanúrslitunum.
Davíð Kristján Ólafsson sat þá allan tímann á bekknum í markalausu jafntefli hjá Cracovia gegn Wisla Plock í efstu deild í Póllandi.
Cracovia er í fjórða sæti með 26 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum á eftir Wisla Plock sem situr í öðru sæti í gríðarlega jöfnum efri hluta.
Al-Gharafa tapaði að lokum enn einum leiknum í Katar en Aron Einar Gunnarsson var ekki í hóp.
Midtjylland 5 - 1 Nordsjælland
Wisla Plock 0 - 0 Cracovia
Al-Waab 2 - 1 Al-Gharafa
Athugasemdir


