Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 05. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Toppslagur á Villa Park
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er stíf dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í desember og fer fimmtánda umferð deildartímabilsins fram um helgina.

Fjörið hefst í hádeginu á morgun þegar Aston Villa tekur á móti Arsenal í spennandi toppslag. Arsenal trónir á toppi deildarinnar, sex stigum fyrir ofan Villa sem situr í þriðja sæti.

Unai Emery þjálfari Villa mætir þar sínum fyrrum lærisveinum í liði Arsenal, þó að Gabriel Martinelli og Bukayo Saka séu einu núverandi leikmenn Arsenal til að hafa spilað keppnisleik á stjóratíð Emery.

Manchester City, Tottenham, Newcastle, Bournemouth og Everton eiga svo heimaleiki klukkan 15:00. Þar eru nokkrir afar spennandi slagir á dagskrá á ómissandi fótboltadegi.

Englandsmeistarar Liverpool ljúka laugardeginum á útivelli gegn nýliðum Leeds United.

Brighton og Fulham fá Lundúnaliðin West Ham og Crystal Palace í heimsókn á sunnudaginn áður en Manchester United heimsækir botnlið Wolves í kvöldleik mánudagsins.

Laugardagur
12:30 Aston Villa - Arsenal
15:00 Newcastle - Burnley
15:00 Tottenham - Brentford
15:00 Man City - Sunderland
15:00 Everton - Nott. Forest
15:00 Bournemouth - Chelsea
17:30 Leeds - Liverpool

Sunnudagur
14:00 Brighton - West Ham
16:30 Fulham - Crystal Palace

Mánudagur
20:00 Wolves - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner