Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. desember 2025 14:30
Kári Snorrason
Fyrirskipa handtöku á 29 leikmönnum vegna veðmálabrota
Mert Hakan Yandas er í haldi lögreglu.
Mert Hakan Yandas er í haldi lögreglu.
Mynd: EPA
Yfirvöld í Istanbúl fyrirskipuðu handtöku á 46 einstaklingum, þar af 29 leikmönnum í tyrknesku deildinni, í morgun vegna veðmálabrota.

Saksóknarar í Tyrklandi hafa greint frá því að þegar hafa 35 aðilar verið handteknir. Af leikmönnunum 29 eru 27 þeirra sakaðir um að hafa veðjað á eigin leiki.

Á meðal leikmanna sem hafa verið handteknir er Mert Hakan Yandas, fyrirliði Fenerbahce. Tyrkneska lögreglan hefur þá einnig gert húsleit á heimili hans.

Tyrkneska knattspyrnusambandið setti yfir þúsund leikmenn úr öllum deildum í bann vegna veðmálabrota í síðasta mánuði. Þar af voru 27 leikmenn úr efstu deild.

Skandallinn kom fyrst í hámæli undir lok októbermánaðar þegar forseti tyrkneska knattspyrnusambandsins, greindi frá því að hundruðir dómara væru tengdir ólöglegum veðmálareikningum.


Athugasemdir
banner