Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann gæti látið varamennina sína bíða inni í klefa í leikjum HM næsta sumar vegna hitans.
„Ef það hjálpar okkur í leikjum og heldur þeim í betra standi til að koma inná þá þurfum við að skoða þennan möguleika. Auðvitað vil ég að leikmenn séu þarna úti til að finna orkuna og gefa orku frá bekknum inn á völlinn," segir Tuchel.
„Ef það hjálpar okkur í leikjum og heldur þeim í betra standi til að koma inná þá þurfum við að skoða þennan möguleika. Auðvitað vil ég að leikmenn séu þarna úti til að finna orkuna og gefa orku frá bekknum inn á völlinn," segir Tuchel.
„Ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi þurfum við þess ekki. Það er alltaf betra þegar þeir geta verið með okkur úti."
Mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og gæti hátt hitastig og jafnvel skógareldar og fellibylir haft áhrif á það. Hætta er á að hitastig fari yfir velferðarmörk á tíu af sextán leikvöngum á mótinu.
Athugasemdir

