Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 05. desember 2025 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gríðarlega sterkur sigur hjá Hákoni - Brynjólfur aftur á sigurbraut
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann gríðarlega sterkan sigur gegn Marseille í frönsku deildinni í kvöld. Hinn 18 ára gamli Ethan Mbappe, yngri bróðir Kylian Mbappe, skoraði eina mark leiksins. Hákon spilaði 84 mínútur.

Lille er í 4. sæti með 29 stig, jafn mörg stig og Marseille sem er í 3. sæti. Liðin eru tveimur stigum á eftir toppliði Lens.

Brynjólfur Willumsson var tekinn af velli á 72. mínútu í 2-0 sigri Groningen gegn Excelsior í hollensku deildinni. Groningen náði forystunni eftir klukkutíma leik og tíu mínútum síðar missti Excelsior mann af velli með rautt spjald.

Undir lok leiksins missti Groningen mann af velli með rautt spjald en stuttu síðar skoraði Stije Resink mark úr vítaspyrnu og innsiglaði 2-0 sigur Groningen.

Þetta var kærkominn sigur þar sem liðið hafði aðeins nælt í tvö stig úr síðustu fjórum leikjum. Groningen er í 6. sæti með 23 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir
banner