Gunnar Bergmann Sigmarsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um þrjú ár. Gunnar lék 19 leiki í Bestu deildinni á nýliðnu tímabili þar sem Mosfellingar enduðu í botnsæti og munu því spila í Lengjudeildinni næsta sumar.
Gunnar, sem er 24 ára varnarmaður, kom til Aftureldingar árið 2022 frá KFG en hann er uppalinn hjá Stjörnunni.
Gunnar, sem er 24 ára varnarmaður, kom til Aftureldingar árið 2022 frá KFG en hann er uppalinn hjá Stjörnunni.
Tilkynning Aftureldingu
Gunnar Bergmann Sigmarsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um þrjú ár eða út tímabilið 2028. Gunnar, sem er 24 ára varnarmaður kom til Aftureldingar frá KFG fyrir tímabilið 2022 og hefur vaxið mikið sem leikmaður undanfarin ár.
Gunnar hefur samtals spilað 96 deildar og bikarleiki með Aftureldingu og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hjálpaði Aftureldingu upp í Bestu deildina í fyrsta skipti í fyrra og spilaði 19 leiki í Bestu deildinni á nýliðnu tímabili.
Afturelding fagnar því að Gunnar hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka áframhaldandi framförum í Mosfellsbæ.
Athugasemdir



