Samsunspor sendi frá sér yfirlýsingu eftir tap gegn Galatasaray í kvöld.
Galatasaray var með 2-0 forystu í hálfleik en Samsunspor náði að jafna áður en Victor Osimhen skoraði sigurmark Galatasaray í uppbótatíma.
Galatasaray var með 2-0 forystu í hálfleik en Samsunspor náði að jafna áður en Victor Osimhen skoraði sigurmark Galatasaray í uppbótatíma.
Samsunspor var ekki sátt með dómgæsluna í kvöld en liðið vildi fá vítaspyrnu þegar Kazimcan Karatas fékk boltann í höndina undir lok leiksins.
„Kvöldið í kvöld hefur í alla staði verið svart kvöld fyrir fótboltann. Þrátt fyrir kröfur okkar um hreinan, sanngjarnan og réttlátan fótbolta, höldum við áfram að horfast í augu við hörmulegar ákvarðanir dómara leiksins á öllum sviðum," segir í yfirlýsingu Samsunspor.
„Þrátt fyrir yfirlýsingar frá félaginu okkar og forseta okkar, herra Yüksel Y?ld?r?m, er augljóst að dómararnir hafa ekki leiðrétt sjálfa sig eða ákvarðanir sínar; þvert á móti, í hverjum leik hafa þeir dæmt mun verri ákvarðanir en í þeim fyrri."
„Á lokamínútum leiksins í kvöld var vítaspyrna ekki dæmd. Atvikið var hunsað. Snerting boltans við leikmann andstæðinganna var hunsuð. Einhliða ákvarðanir sem stöðugt eru teknar gegn liði okkar hafa nú náð til himins í kvöld."
Logi Tómasson spilaði 81 mínútu fyrir Samsunspor í kvöld.
Samsunspor last minute penalty shout against Galatasaray
byu/03-05-1907 insoccer
KAMUOYU AÇIKLAMASI
— Samsunspor ???????? (@Samsunspor) December 5, 2025
Bu gece tam anlam?yla futbol ad?na kara bir gece ya?anm??t?r.
Temiz, adil ve e?it futbol ça?r?lar?m?za ra?men, her f?rsatta müsabaka hakemlerinin vahim kararlar?yla kar?? kar??ya kalmaktay?z.
Kulübümüzün ve Ba?kan?m?z Say?n Yüksel Y?ld?r?m’?n aç?klamalar?na… pic.twitter.com/dHujUSu6N3
Athugasemdir



