Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fös 05. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Napoli tekur á móti Juventus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórtánda umferð ítalska deildartímabilsins hefst á morgun þegar nýliðar Sassuolo taka á móti Fiorentina sem er með nýjan þjálfara eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.

Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina og gæti komið við sögu á morgun.

Stórveldi Inter tekur svo á móti spútnik liði Como sem hefur verið að gera mjög flotta hluti undir stjórn Cesc Fábregas, áður en Atalanta heimsækir Verona í lokaleik dagsins.

Á sunnudaginn mæta Þórir Jóhann Helgason og félagar í liði Lecce í heimsókn til nýliða Cremonese sem hafa verið að standa sig framar væntingum á fyrri hluta tímabils, áður en toppbaráttulið Roma heimsækir Cagliari.

Lazio fær Bologna í heimsókn í síðdegisleiknum en liðin munu einnig mætast í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins eftir sigra sína í gær.

Napoli og Juventus mætast að lokum í síðasta leik sunnudagskvöldsins. Þar er um að ræða virkilega spennandi stórleik á milli tveggja liða þar sem ríkir mikill rígur. Rígur sem hefur aukist til muna á undanförnum áratugi.

Þrír síðustu leikir umferðarinnar fara fram á mánudeginum. Þar kíkja Mikael Egill Ellertsson og félagar í liði Genoa í heimsókn til Údíne áður en Torino fær AC Milan í heimsókn.

Laugardagur
14:00 Sassuolo - Fiorentina
17:00 Inter - Como
19:45 Verona - Atalanta

Sunnudagur
11:30 Cremonese - Lecce
14:00 Cagliari - Roma
17:00 Lazio - Bologna
19:45 Napoli - Juventus

Mánudagur
14:00 Pisa - Parma
17:00 Udinese - Genoa
19:45 Torino - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner
banner
banner